Þetta kemur engum á óvart sem hefur fylgst með einkavinavæðinguni. Það er aldrei tekið mið af því að sú þjónusta sem var fyrir miðaðist við ALLA,þó ýmislegt mætti kannski finna að henni. Frjáshyggjuhanarnir gala hástöfum um það, að allri þjónustu sé betur borgið í höndum einkaðila en hins opinbera. Þeir minnast ekkert á það að ef einkaaðilin græðir ekki á fyrirtækinu, þá annað hvort minnkar hann umsvifin eða hættir þeim. Eins og einkarekstri er farið hér á landi, þá virðist mottóið vera hjá flestum, að það sem þeir taka sér fyrir hendur eigi að borga sig í topp ekki seinna en strax.
Þannig að þegar upp er staðið með þjónustuna sem átti að vera fyrir ALLA,reynist hún fyrr en varir bara fyrir SUMA og þessi fyrirtæki sem mörg hver fengu svona tækifæri á silfurdiskum, KOMAST UPP MEÐ ÞAÐ.
Íslandspóstur fær heimild til að fækka dreifingardögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ari. Hvað verður næst? Sammála pistlinum þínum. Flott setning: "Frjálshyggjuhanarnir gala hástöfum." Loksins búin að kíkja á alla pistlana í dag. Verða fleiri?
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 13:43
He he, þú hefur greinilega lesið söguna mína um Baráttuna um fjóshauginn sem aritaður var hér fyrir síðustu kosningar. Endilega flettu því upp á síðunni minni. Þar set ég stjórnmálamenn í líki fiðurfénaðs.
Bragi Einarsson, 29.2.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.