Mistök Tryggingastofnunar

Er ekki mál til komið að Tryggingastofnun fari að taka til hjá sér, það er að verða daglegt brauð að þeir sem eru á þessum "hundsbótum" hjá stofnuninni séu að fá bakreikninga  vegna ofgreiðslu bóta. Af hverju þurfa bótaþegarnir að bera ábyrgð á mistökum stofnunarinnar? Eins og þetta dæmi sýnir þá  eru þetta algerlega þeirra höfuðverkur, og engum um að kenna nema handvömm þeirra sem þarna véla um hlutina. Og svo er nú ekki eins og þeir séu að milda eittvað innheimtuna, eftir svona mistök. Af hverju þurfa opinberar stofanir ekki að bera ábyrgð á sínum gerðum alveg eins og við sem þurfu á þjónustu þeirra að halda?
mbl.is Mátti krefja mann um endurgreiðslu á lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband