Bandarískir hryðjuverkamenn?

Utanríkisráðuneytið mun skoða mál íslenskrar konu, sem segir á bloggsíðu sinni að hún hafi verið látin dúsa án matar og drykkjar tímunum saman á JFK flugvelli í New York og síðan hlekkjuð og stungið í fangelsi, fyrir þá sök að hafa farið framyfir leyfilegan dvalartíma í landinu fyrir 12 árum.

Það var ítarlega sagt frá þessu í hádegisfréttum og þótt ekki væri nema helmingurinn af því sem konan segir sannur,er það hálfa mikið meira en nóg.

Ég er samt viss um að alt sem hún sagði var satt,því það er svo komið að þegar Kaninn á í hlut þá er ég tilbúinn að trúa hverju sem er upp á hann

Er þetta þjóðfélag endanlega að hrökkva upp af standinum,þeir sjá hryðjuverkamenn í hverju horni,þeir brjóta mannréttindi á fólki fyrir minnstu ,og jafnvel ætlaðar yfirsjónir,þeir haga sér eins og þeir væru einhver heimslögregla með ótakmarkaða heimild til að taka fólk og flytja til Bna án þess að gefa neinar skýringar á handtöku,nenni ekki að telja upp fleira.

Væri sennilega fljótari að telja upp það sem þeir gera löglega, eins og aðrar þjóðir, sem telja sig sæmilega siðmentaðar.

Ég á ekki von á því að þesi rannsókn skili miklum árangri,þetta eru "vinir" okkar sem eiga í hlut og ekki má styggja þá


mbl.is Ráðuneyti skoðar mál konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband