5.1.2008 | 15:41
Hvorir eru meiri glæpamenn... Íslendingar eða Pólverjar...?
Mér finnst nú að þessi frétt sé í mesta lagi til að hlægja að henni , svona talnaleikur er bara fyrir grínista sem hafa bókstaflega ekkert að gera nema að rembast við að búa til fréttir úr engu.
Ég hef enga andúð á Pólverjum þekki að vísu ekki marga, en þeir sem ég þekki eru prýðisfólk, en að þessi talnaleikur segi okkur eitthvað um löghlýðni Íslendinga og Pólverja, held ég að sé afskaplega langsótt.
Ég hef heldur aldrei skilið þessa þörf fjölmiðla, til að taka fram þjóðerni þeirra sem gerast brotlegir við lögin, liggur nokkuð á því fyrr en viðkomandi hefur verið dæmdur, mörgum mönnum er sleppt eftir yfirheyrslu, þar sem þeir hafa getað sýnt fram á sakleysi sitt, en þá er búið að segja frá í fréttum að þessi sami eða sömu, séu af þessu eða hinu þjóðerninu.
![]() |
Pólverjar þeir löghlýðnustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tvær greinar í Fréttablaðinu vöktu athygli mína í gær,báðar tengajst þær furðufyrirbærinu T.R. sem einn góður Bloggari, vill meina að standi fyrir "Til Ríkisins. þar sem meginmarkmið hennar virðist vera að skerða bætur,endurheimta greiddar bætur,og véfengja rétt manna til bóta,um það snúast þessar fréttir.
Önnur er um konu sem missti handlegg upp við öxl, það segir sig sjálft að það heftir hana alveg gífurlega við allar daglegar athafnir, ein af þeim er athöfn sem við gerum umhugsunarlaust, en hún á ómögulegt með að gera, og það er handsnyrting, svosem að klippa neglur og annað slíkt, hún býr auk þess við þann kvilla, að vegna lyfja sem hún hefur verið á vegna handleggsmissisins, er hún með lélegar neglur sem brotna auðveldlega og þarf því að snyrta oftar en algengt er.
Hún fór fram á við T.R. að fá styrk til að geta farið á stofu til að láta gera þetta þar þegar þyrfti, svör þeirra voru þau að þeir skildu vandann en reglugerðin, gerði ekki ráð fyrir svona vanda svo hún yrði að leita annar úrræða.
Hin fréttin er um mæðgur sem búa sín í hvoru sveitarfélagi, konan er ósjálfbjarga vegna heilsubrest, meðal annars mjög sjónskert og öryggslaus af þeim sökum,þar sem hún þarf stöðuga umönnun fór dóttirin fram á umönnunarbætur frá T. R.en var synjað vegna þess að þær byggju ekki í sama sveitarfélagi.
Niðurlag fréttarinnar er svohljóðandi. Óumdeilt er að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um að móðir kæranda er í þörf fyrir mikla umönnun sem dóttir hennar veitir henni.Hinsvegar er ekki heimilt að greiða dótturinni umönnunarbætur þar sem þær mæðgur hafa ekki sama lögheimili.Því er synjun T.R. um greiðslu bótana staðfest.
Hvernig væri að gera þetta anskotans kerfi aðeins manneskjulegra,það er kannski ekki hægt að búast við því að reglugerðarsmiðirnir sjá við öllu sem upp kann að koma, ( þótt þeir séu naskir að finna veika bletti T.R. í vil) Það er óumdeilt að í báðum þessum tilfellum er um réttmætar kröfur að ræða en þá skortir mannlega þáttinn, og viljann til úrbóta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2008 | 09:32
Merkileg vinnubrögð !!! Stefnt að því að auka starfsemi...
Neytendastofu á sama tíma og stór hluti starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Segi menn svo að ekki sé hægt að hagræða.
Stór hluti starfsmanna Neytendastofu hefur sagt upp störfum á síðustu misserum
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir Við
stefnum að því að stórefla Neytendastofu. Hún þarf að vera miklu öflugri og það er það sem við vinnum að."
![]() |
Starfsmenn flýja Neytendastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 08:05
Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar!!! EN um hvað snýst málið ?
Las einhverja smáfrétt um þetta á síðasta ári, og var þá svolítið hissa á því að í henni kom ekki neitt fram um hvernig þessum bókum var stolið, eða hver hefði haft þær undir höndum. Sama er upp á teninginn núna, þetta er bara hluti af frétt á meðan ekki er skýrt frá upphafinu.
Þetta á að hafa skeð seinnipart árs 2006,ekki minnst á þetta í fréttum fyrr en á miðju ári 2007 ( gæti hafa farið framhjá mér) ,og síðan blásið upp núna í ársbyrjun 2008. Verður þetta framhaldssaga ?
Ef játning meints þjófs liggur fyrir eins og Hjörleifur Kvaran segir, um hvað snýst þá málið, mér sýnist á þessu viðtali við hann, að hann vilji draga þá feðga, eigendur Fornbókaverlunar Braga Kristjónssonar til ábyrgðar vegna þess að þeir hafi keypt einhvejrar af þessum "stolnu" bókum,.
Hjörleifur segir.
Stór hluti af því sem mér var skilað var hins vegar ekki úr safni föðurmíns heldur eitthvað allt annað. Ég veit líka fyrir víst að þeir höfðu
undir höndum allar þær bækur sem stolið var. Um það liggur fyrir játning
frá þeim sem stal bókunum. Þetta hef ég eftir lögreglunni."
Annar eiganda Fornbókaverslunarinnar,
Ari Gísli segir að hann hafi gefið skýrslu um málið hjá lögreglunni. Aðspurður hvort þeir feðgar hafi verið ákærðir eða sæti rannsókn segist Ari Gísli ekki vita til þess.
Ég veit ekki til þess að við liggjum undir grun. Ég veit ekki neitt um afganginn af þessum bókum en við höfum ekki fengið þær.
Hvað er þá sem stendur í vegi fyrir því að upplýsa málið,með allar þessar "sannanir"???
![]() |
Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2008 | 06:28
Af hverju Kvennanefnd. ?
Skil ekki þessa frétt almennilega, ég hefði haldið að í Verkfræðingafélagi Íslands væru allir þeir sem hefðu menntunn til inngöngu í slíkt félag. Af hverju Kvennanefnd, því starfa ekki konurnar sem eru í félaginu með körlunum, um hvað snýst málið, ég hef verið í mörgum blönduðum félögum gegnum tíðina og aldrei vitað til þess að slík nefnd væri þörf.
Eru Femínistar ekki að mála sig út í horn með þessum stöðugu upphlaupum þegar um mannaráðnigar er að ræða, það er því miður alltof algengt að konur vilji sjálfar vera til hlés.
Hefur það verið kannað hvort konum almennt finnst þær sniðgengnará vinnumarkaði, eða er þetta bara fámennur hópur hávaðaseggja, sem nóg er af í þjóðfélaginu ?
![]() |
Iðnaðarráðherra nýtti ekki gullið tækifæri" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)