13.12.2007 | 08:19
Fara í kringum málið eins og heitan graut
Ekki minna virði en sagan og tungan.
Af hverju koma Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson ekki bara út úr skápnum,og hætti að skýla sér á bak við þetta svo kallaða kristna gildismat.
Ættu bara að viðurkenna að þeir eru á móti aðskilnaði ríkis og kirkju,vilja báðir þessa íhalssömu og trénuðu þjóðkirkju og ekker annað.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 16:32
Aðskilnað ríkis og kirkju strax.
Nú skal kennsluborðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihlutans," sagði Guðni.
Það er er ekki verið að amast við kristnum gildum,það er verið að amast við þetta markvissa trúboð Þjóðkirkunnar og viðleitni hennar til að gera lítið úr öðrum trúarbrögðum
Á guð að fara út úr þjóðsöngnum?" spurði Guðni m.a,
Það má endalaust deila um þjóðsönginn,en hvað sem hver segir þá er mín skoðun sú að þjóðsöngur eigi að var þannig að allir geti sungið hann,þjóðsöngur á að vera gleiði og baráttusöngur,ekki útfararsálmur
Sagði Björn að það yrði íslensku þjóðinni til varanlegs tjóns ef hætt yrði að leggja rækt við hinn kristna arf eða drægi úr virðingu fyrir kristni og kirkju. Hins vegar væri álitaefni hverju sinni hvernig haga skuli löggjöf sem treysta eigi grunngildi þjóðarinnar hverju sinni.
Virðingin gagnvart kirkjunni hefur verið á hröðu undanhaldi,og eiga ráðamenn hennar stærstan þátt í því, að svo er,með einstrengislegum skoðunum biskups og einhverra presta(alls ekki allir prestar á þeirri línu) Þau gildi sem í heiðri hafa verið hér á landi sem annarsstaðar, mega mín vegna vera kölluð kristin,þótt þessi sömu glidi séu í metum hjá mörgum þjóðum sem ekki teljast kristin þjóðfélög.
Það er hártogun að tala um trúfrelsi á meðan einn trúflokkur er ríkisrekinn.
Og þótt ég sé ekki mesti aðdándi Þorgerðar Katrínar finnst mér hún vera á réttri leið í þessu máli
![]() |
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2007 | 13:17
Bandarískir hryðjuverkamenn?
Utanríkisráðuneytið mun skoða mál íslenskrar konu, sem segir á bloggsíðu sinni að hún hafi verið látin dúsa án matar og drykkjar tímunum saman á JFK flugvelli í New York og síðan hlekkjuð og stungið í fangelsi, fyrir þá sök að hafa farið framyfir leyfilegan dvalartíma í landinu fyrir 12 árum.
Það var ítarlega sagt frá þessu í hádegisfréttum og þótt ekki væri nema helmingurinn af því sem konan segir sannur,er það hálfa mikið meira en nóg.
Ég er samt viss um að alt sem hún sagði var satt,því það er svo komið að þegar Kaninn á í hlut þá er ég tilbúinn að trúa hverju sem er upp á hann
Er þetta þjóðfélag endanlega að hrökkva upp af standinum,þeir sjá hryðjuverkamenn í hverju horni,þeir brjóta mannréttindi á fólki fyrir minnstu ,og jafnvel ætlaðar yfirsjónir,þeir haga sér eins og þeir væru einhver heimslögregla með ótakmarkaða heimild til að taka fólk og flytja til Bna án þess að gefa neinar skýringar á handtöku,nenni ekki að telja upp fleira.
Væri sennilega fljótari að telja upp það sem þeir gera löglega, eins og aðrar þjóðir, sem telja sig sæmilega siðmentaðar.
Ég á ekki von á því að þesi rannsókn skili miklum árangri,þetta eru "vinir" okkar sem eiga í hlut og ekki má styggja þá
![]() |
Ráðuneyti skoðar mál konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 12:46
Hrinda þessu í framkvæmd strax!
Lægri iðgjöld með ökurita.
Mér finnst að tryggingarfélög ætu að taka þetta upp sem allra fyrst,er lítið hrifin af því að vera að borga himinhá iðgjöld vegna þeirra sem keyra ekki eins og lög gera ráð fyrir.
Hugmyndin er góð,ég hef ekkert að fela í sambandi við aksturinn,ef ég ek of hratt,nota ekki belti eða annað sem skyldugt er,og er tekinn fyrir, þá er það bara mátulegt á mig,ég vissi betur og get engum um kennt, nema sjálfum mér.
![]() |
Lægri iðgjöld með ökurita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 07:31
Ódýr afsökun,en algeng hjá opinberum stofnunum.
Hef aldrei orðið gjaldþrota
Ætli starfsmenn opinberra stofnana haldi að kúnnarnir séu fífl, datt þetta í hug þegar ég las þessa grein,hef sjálfur fengið svona svör frá opinberri stofnun vegna leiðréttingar sem ég þurfti að fá.
Ég er enginn spekingur í tölvum ,en þykist samt vita að í flestum tilfellum er ekkert mál að leiðrétta vitleysur sem settar eru inn.Það er aftur á móti spurning hvort þeir sem vinna við þetta, séu einhverjir páfagaukar sem fylla út í fyrirframgert form, og ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim, hafi þeir ekki kunnáttu til að leiðrétta það.
Það er alltof algeng afsökun að mistök séu tölvunni að kenna, ég hef alltaf haldið að tölvan gerði bara það sem ég segi henni að gera.
Svörin sem maðurinn fær hjá tollstjóra eru að þetta séu tæknileg vandræði í tölvukerfinu og erfiðlega gangi að laga það. Margir aðrir séu í þessari stöðu
Heimskulegt svar!
![]() |
Hef aldrei orðið gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)