Kom þetta á óvart ?

Við erum búin að fara yfir málið með starfsmönnum bæjarins og bæta verkferla varðandi tilkynningar um svona slys og sinna rannsóknavinnu að auki. Ég tel í rauninni að allt hafi verið gert til að koma í veg fyrir svona lagað aftur.“

Miðað við myndir sem birtust af þessum búnaði á sýnum tíma, þurfti ekki að koma á óvart þótt svona færi.

Það er löngu vitað að Klór er stórhættulegt efni,og ber að meðhöndla sem slíkt. En ef þeir eru búnir að gera ALLT sem hægt er, má kannski segja að betra sé seint en aldrei 


mbl.is Allt gert til að hindra klórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru verktakar og húsabraskarar með skipulagsyfirvöld

bæjar og sveitarfélaga í vasanum?

Merkilega oft er það sem búið er að breyta deiliskipulagi og öðru sem fellur  vel að hugmyndum verktaka, en er í andstöðu við íbúa viðkomandi svæða.

Eru skipulagsyfirvöld almennt á móti íbúunum  í byggðarlögum þeirra ? Ég gat ekki skilið annað á manninum sem rætt var við í sjónvarpinu í kvöld, enn þetta væri hið eðlilegasta mál.

Íbúar hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um þetta,en ekki gert og þar með gætu þeir bara (étið það sem úti frýs. )  Mín túlkun á samtalinu sem var stutt en einkenndist af hroka.

Það er kannski ekki von að allur almenningur átti sig á, um hvað málið snýst í raun og veru fyrr en en braskararnir mæta á svæðið,og í ljós kemur hvað á að gera, auglýsing um breytt skipulag ein og sér vekur ekki athygli annara en þeirra sem vita gjörla hvað hún þýðir.

Það er aldrei of seint að mótmæla svona gerræðislegum aðgerðum, því bæjar og sveitarstjórnir ættu að minnast þess að þær sitja  í skjóli  íbúanna, þetta eru ekki bara atkvæði.


mbl.is Óttast umhverfisslys við Nesstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rauðan lit, takk.

Hefði ekki verið vitlegra að reyna að velja einhvern almennari lit á svona grip, þó rauði liturinn sé forráðamönnum Glitnis þóknanlegur, geta þeir ekki búist við að viðskiptavinir þeirra hafi sama smekk, sem og virðist hafa komið á daginn...
mbl.is Jólagjöf Glitnis of rauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem hélt að Ópið væri bara eitt málverk

Hæstiréttur Noregs þyngdi í dag dóma yfir tveimur mönnum fyrir þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, Ópinu.
mbl.is Hæstiréttur þyngir dóma yfir málverkaþjófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berja höfðinu við steininn, en fá aldrei höfuðverk ?

Merkilegt finnst mér hvað þeir eru sammála um þennan dóm mannréttindanefndar, Friðrik J Arngrímsson, og Einar Guðfinnsson.

Báðir telja þeir að þetta álit mannréttindanefndar skifti engu máli hér á landi, þrátt fyrir þátttöku okkar í þessari nefnd, (er þetta samráð ?), hvort sem þetta er nú skuldbindandi fyrir stjórnvöld eða ekki, þá verður því ekki móti mælt að þetta er enn einn áfellisdómur mannréttindanefndar yfir Íslensku stjórnarfari.

Kannski skiptir það stjórnmálamenn engu máli hvað þessi nefnd segir eða gerir, en það hlýtur að vekja upp spurningar hjá hugsandi fólki um hvernig staðan í mannréttindamálum er hér á landi.

Ég er ekki með tölur á hraðbergi um þessi mál,en tilfinning mín fyrir þessu er sú að þau mál sem hafa farið fyrir þessa nefnd, hafi oftar en ekki verið afgreidd stjórnvöldum í óhag.


mbl.is Breytir engu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband