15.1.2008 | 08:34
Sinn er siður í landi hverju. og við það menn verða að sætta sig, Ætli þeir að ferðast
Mér finnst bara sjálfsagt að þær konur sem vilja vera berbrjósta fái að vera það,það er nóg af boðum og bönnum þótt ekki sé nú líka farið að stjórna klæðaburði fólks. Þeir sem ekki þola að sjá ber brjóst hvort sem það er karl eða kona, ættu að athuga hugsanagang sinn hann hlýtur að vera á einhverju vafasömu plani. Varðandi ummæli þessarar Magneu í Bláa lóninu,spyr maður sig hvað konan sé að meina, eiga gestgjafar að breyta venjum sínum og siðum, ef skeð gæti að eitthvað gæti farið í pirrurnar á gestunum.
Ég sætti mig alveg við það þegar ég er að ferðast, að ýmislegt er öðruvísi en ég á að venjast, og ég verð að sætta mig við það, ég valdi þennan stað eða land, og verð að taka því með kostum þeirra og göllum, ef eitthvað hneykslar mig sem ég sé eða heyri, þá er það mitt vandamál, ekki gestgjafanna.
![]() |
Ber brjóst bönnuð í lóninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 21:50
Hvað með atvinnufrelsið ? Hvað með þrýstihópana ?
Af hverju má ég ekki leyfa reykingar á mínum bar,hverjum kemur það við ?, ég gæti sett upp varúðarskilti fyrir þá sem þola ekki tóbaksreyk þannig að þeir væru ekkert að álpast inn til mín.
Ég er fyrrverandi reykingamaður og hætti vegna þess að ÉG vildi það, en ekki með neinum þrýstingi frá öðrum. Þeir sem eru hvað hatrammastir út í reykingar eru yfirleitt fyrrverandi reykingamenn sem hafa neyðst til að hætta, þeir verða yfirleitt flestir mjög fanatískir í þessum efnum.Það hefur engin áhrif á mig þó aðrir reyki, það er þeirra líf og heilsa sem þeir leggja undir, og mér kemur það ekki við.
þess vegna finnst mér, að ef ég ræki bar, mætti ég og mínir gestir reykja þar að vild, þeir sem ekki reykja geta bara farið annað.
Ég er orðinn hundleiður á þessum boðum og bönnum,sem í flestu tilfellum er ekkert annað en tvískinnungur af verstu sort.
Af hverju hættir ríkið ekki að selja tóbak og brennivín ?, væri það ekki mikið viskulegra en að selja okkur hvoru tveggja, og banna okkur síðan að nota það víðast hvar ?
Það vantar alveg þrýstihóp til að berjast fyrir því.
EINHVER TILBÚINN Í SLAGINN ???
![]() |
Í hungurverkfall vegna reykingabanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 11:53
Alþjóða frjálsíþróttasambandið!!! ER það samansafn af háflvitum ???
Suður afríski hlauparinn Oscar Pistorius,hefur náð frábærum árangri í hlaupi, síðan hann fékk sérstaka hlaupafætur ú koltrefja efn. Eru þessir fætur þróaðir og framleiddir af stoðtækjaframleiðandanum Össuri.
Oscar fæddist án sperrileggja, og var ákveðið í frumbernsku hans að taka báða fætur af fyrir neðan hné. Hefur hann æft stíft,með það að markmiði að komast á ólypíuleikana í Peking.
Nú haf þessir nefapar sem sitja í alþjóða frjálsíþróttasambandinu, komist að þeirri gáfulegu niðurstöðu að hann hafi of mikið forskot á þá sem hafa báða fætur heila.
Ef þetta er rétt túlkun,má þá búast við því í framtíðinni að alþjóða frjálsíþróttasambandið, verði að enduskoða þessar reglur vegna þess að hlauparar almennt láti taka af sér fæturna til að ná betri árangri í í þróttinni. Það getru varla verið meira mál, en að hætta lífi og limum vegna steranotkunnar í ýmsum greinum íþrótta.
Í yfirlýsingu segir IAAF að gervifæturnir séu skilgreindir sem tæknileg aðstoð og því andstæðir reglum um keppni í frjálsíþróttum. Þess vegna geti Pistorius ekki tekið þátt í mótum, sem haldin eru í samræmi við reglur IAAF.
![]() |
Pistorius fær ekki að keppa á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2008 | 09:23
Einkavinavæðingin bítur í skottið á sér.
Það fer að verða erfitt fyrir pólitíska ráðamenn að skipa í hinar ýmsu stöður, úr því að þeir hafna faglegri ráðgjöf, og teja sig hafa betra vit á málunum. Öllum sem ekki eru blindaðir af flokkshyggju er löngu ljóst að ráðningar í flest opinber störf eru pólitískar,og öll sem einhver vegur er í.
Það fer heldur ekki framhjá neinum, að faglega er ekki staðið að málum, það hefur vakið undrun margra til hvers þessi nefnd var skipuð , sem fjallaði um skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti núna nýlega. Ég geri mér grein fyrir því að hún er umsagnaraðili um hæfni og menntun þeirra sem sækja um þessar stöður.
Það sem ég furða mig á er hversu dómgreindarlausir þessir nefndarmenn eru,þeir gefa Þorsteini allt að því falleinkun í þessu dæmi, sem er útaf fyrir sig slæmt. En að leyfa sér svo þá svívirðu að efast um úrskurð setts dómsmálaráðherra, sem kemst að þeirri niðurstöðu, að einmitt hann sé hæfastur af þeim sem sóttu um.
Hvað hefur fagleg reynsla þessara manna að segja, gagnvart glöggu innsæi setts dómsmálaráðherra. ÉG BARA SPYR ?
Og eins og allir ættu að vita, lætur hann pólitísk áhrif ekki hafa áhrif á ákvarðanir sínar,þar á bæ er lagt kalt mat á allar staðreyndir, og unnið út frá þeim.
![]() |
Ráðningu orkumálastjóra skotið til umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2008 | 21:22
Var bara eitt skip í Japanska hvalveiðiflotanum ?
Ég held að Japparnir hafi verið að leika sér með grænfriðungana,á meðan þeir eltu forystuskipið gátu hin skipin athafnað sig ó ró og næði...
![]() |
Segjast hafa hrakið hvalveiðiskipin af miðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)