4.1.2008 | 08:05
Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar!!! EN um hvað snýst málið ?
Las einhverja smáfrétt um þetta á síðasta ári, og var þá svolítið hissa á því að í henni kom ekki neitt fram um hvernig þessum bókum var stolið, eða hver hefði haft þær undir höndum. Sama er upp á teninginn núna, þetta er bara hluti af frétt á meðan ekki er skýrt frá upphafinu.
Þetta á að hafa skeð seinnipart árs 2006,ekki minnst á þetta í fréttum fyrr en á miðju ári 2007 ( gæti hafa farið framhjá mér) ,og síðan blásið upp núna í ársbyrjun 2008. Verður þetta framhaldssaga ?
Ef játning meints þjófs liggur fyrir eins og Hjörleifur Kvaran segir, um hvað snýst þá málið, mér sýnist á þessu viðtali við hann, að hann vilji draga þá feðga, eigendur Fornbókaverlunar Braga Kristjónssonar til ábyrgðar vegna þess að þeir hafi keypt einhvejrar af þessum "stolnu" bókum,.
Hjörleifur segir.
Stór hluti af því sem mér var skilað var hins vegar ekki úr safni föðurmíns heldur eitthvað allt annað. Ég veit líka fyrir víst að þeir höfðu
undir höndum allar þær bækur sem stolið var. Um það liggur fyrir játning
frá þeim sem stal bókunum. Þetta hef ég eftir lögreglunni."
Annar eiganda Fornbókaverslunarinnar,
Ari Gísli segir að hann hafi gefið skýrslu um málið hjá lögreglunni. Aðspurður hvort þeir feðgar hafi verið ákærðir eða sæti rannsókn segist Ari Gísli ekki vita til þess.
Ég veit ekki til þess að við liggjum undir grun. Ég veit ekki neitt um afganginn af þessum bókum en við höfum ekki fengið þær.
Hvað er þá sem stendur í vegi fyrir því að upplýsa málið,með allar þessar "sannanir"???
![]() |
Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2008 | 06:28
Af hverju Kvennanefnd. ?
Skil ekki þessa frétt almennilega, ég hefði haldið að í Verkfræðingafélagi Íslands væru allir þeir sem hefðu menntunn til inngöngu í slíkt félag. Af hverju Kvennanefnd, því starfa ekki konurnar sem eru í félaginu með körlunum, um hvað snýst málið, ég hef verið í mörgum blönduðum félögum gegnum tíðina og aldrei vitað til þess að slík nefnd væri þörf.
Eru Femínistar ekki að mála sig út í horn með þessum stöðugu upphlaupum þegar um mannaráðnigar er að ræða, það er því miður alltof algengt að konur vilji sjálfar vera til hlés.
Hefur það verið kannað hvort konum almennt finnst þær sniðgengnará vinnumarkaði, eða er þetta bara fámennur hópur hávaðaseggja, sem nóg er af í þjóðfélaginu ?
![]() |
Iðnaðarráðherra nýtti ekki gullið tækifæri" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 21:22
Eru þetta eðlileg vinnubrögð ?
Svona mál að velkjast í dómskerfinu í 6-7 ár, er það ekki næstum fyrningartími mála ?
Ég er ekki svo kunnugur því,en ef svo er, hvað eru þá mörg mál sem aldrei koma til dóms vegna seinagangs ?
![]() |
Fær bætur vegna tafa á læknismeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 20:53
Er Eddie Murphy leikari.?
Hef aldrei séð hann leika annað en fífl, hélt hann væri það, og þyrfti ekki að leika.
![]() |
Murphy og Lohan verstu leikararnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 20:42
Hvað verður um kremið ?
![]() |
Hætt að borða djúpsteikt kremkex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)