Hvað eru margir Samherjar á landinu??

Samherji lokar á Hjalteyri,Samherji lokar hér,Samherji lokar þar,hvað ætli maður sé búinn að sjá margar svona fyrirsagnir síðan kvótakerfið var sett á, að vísu með mismunandi fyrirtækjanöfnum,það er segin saga ef gróðinn er ekki meiri í ár en í fyrra þá er bara lokað.

Var það bara ekki á síðastliðnu ári að Samherji var að selja kvóta og ekkert heyrðist um að loka þyrfti á Hjalteyri'?,þarna fengu þeir kærkomna afsökun sem virðist vera gegnum gangandi núna hjá kvótaeigendum, loka og segja upp vegna aflasamdráttar.

Maður hélt kannski að þessi stóru fyrirtæki færu nú að hægja á sér í þessum endalausu lokunum og uppsögnum þar sem það er nú frekar neikvætt fyrir ímyndina,en nei þeim er skít sama um  hana, hún skiptir sko engu máli ef meira kemur í kassan við þessar aðgerðir.

Þessi stóru fyrirtæki hafa skilið eftir sig sviðna jörð hringin í kringum landið,þannig að meirihluti þeirra sjávarplássa sem eiga allt sitt undir fiskveiðum lepja nú dauðan úr skel,þrátt fyrir margfrægar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar,sem ég botna nú ekki neitt í.

Mér sýnist að flest  undir þeim hatti sé eitthvað sem stjórnvöld hefðu orðið að gera hvort sem var,svo sem vegagerð og annað í .eim dúr,svo er bara spurningin hversu margir trúa á þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir?hversu margir halda að þetta skili einhverju til sjómanna og fiskverkafólks sem eðli málsins samkvæmt missa vinnuna.

 Dæmi: Bjarga fimm skristofustörf á Blönduósi atvinnu fiskverkafólks og sjómanna á Bolungarvík?

Bjargar nýr vegaspotti á vestfjörðum einhverju fyrir fiskverkafólk á því svæði?

Svona má endalaust spyrja og flest svörin hygg ég að verði á fremur neikvæðum nótum


mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar þjófar og svikarar???

Fimmtudagsblað Mbl 20 sept rak á fjörur mínar í morgun,þar rakst ég á grein sem vakti athygli mína, og um leið hvernig ríkið  er að þróast í einhverskonar embættismannavald sem virðist óháð kjörnum ríkisstjórnum hverju sinni.

Íslendingur sem var á leið til útlanda vildi skrá myndavélina sína áður en hann færi úr landi,en eins og blm.orðaði það var honum meinað það.Við heimkomu var vélin gerð upptæk af því að hann gat ekki sýnt kvittun um að hann hefði keypt myndavélina hér á landi.Viðkomandi átti kvittun fyrir vélinni en að sjálfsögðu datt honum ekki í hug að hann þyrfti að ganga með hana upp á vasan.

Björg Valtýsdóttir deildarstjóri hjá Tollstjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli,segir að það sé ekkert í tollalögum sem skyldi tollafgreiðslumenn í Leifsstöð að skrá verðmæta hluti úr landi,þó hefur það verið gert í tugi ára.

Sem sagt það virðist bara vera skylda vikomandi manna að taka hluti af fólki,ætli að bjálfinn sem samdi þessa reglu eigi kvittanir fyrir öllum verðmætum sem hann hugsanlega gæti eða vildi taka með sér til útlanda.

Ef við tökum myndavél sem dæmi,þá er vönduð og dýr vél lífstíðar eign,og allt eins líklegt að með tímanum geti kvittanir fyrir svona hlutum glatast vegna þess að það er nýtt á  Íslandi að menn þurfi að ganga með kvittanir upp á vasan.

Maðurinn sem myndavélin var tekin af þarf síðan að hafa mikið fyrir því að fá hana aftur,hann þarf að fara suður á Völl að sækja hana þar sem Tollgæslan neitaði að senda hana í ábyrgðarpósti.

Niðurstaða mín er sú að það sé álit þeirra sem svona reglugerðir smíða,að Íslendingar séu upp til hópa þjófar og svikarar.


Bloggfærslur 24. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband