Hvað eru margir Samherjar á landinu??

Samherji lokar á Hjalteyri,Samherji lokar hér,Samherji lokar þar,hvað ætli maður sé búinn að sjá margar svona fyrirsagnir síðan kvótakerfið var sett á, að vísu með mismunandi fyrirtækjanöfnum,það er segin saga ef gróðinn er ekki meiri í ár en í fyrra þá er bara lokað.

Var það bara ekki á síðastliðnu ári að Samherji var að selja kvóta og ekkert heyrðist um að loka þyrfti á Hjalteyri'?,þarna fengu þeir kærkomna afsökun sem virðist vera gegnum gangandi núna hjá kvótaeigendum, loka og segja upp vegna aflasamdráttar.

Maður hélt kannski að þessi stóru fyrirtæki færu nú að hægja á sér í þessum endalausu lokunum og uppsögnum þar sem það er nú frekar neikvætt fyrir ímyndina,en nei þeim er skít sama um  hana, hún skiptir sko engu máli ef meira kemur í kassan við þessar aðgerðir.

Þessi stóru fyrirtæki hafa skilið eftir sig sviðna jörð hringin í kringum landið,þannig að meirihluti þeirra sjávarplássa sem eiga allt sitt undir fiskveiðum lepja nú dauðan úr skel,þrátt fyrir margfrægar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar,sem ég botna nú ekki neitt í.

Mér sýnist að flest  undir þeim hatti sé eitthvað sem stjórnvöld hefðu orðið að gera hvort sem var,svo sem vegagerð og annað í .eim dúr,svo er bara spurningin hversu margir trúa á þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir?hversu margir halda að þetta skili einhverju til sjómanna og fiskverkafólks sem eðli málsins samkvæmt missa vinnuna.

 Dæmi: Bjarga fimm skristofustörf á Blönduósi atvinnu fiskverkafólks og sjómanna á Bolungarvík?

Bjargar nýr vegaspotti á vestfjörðum einhverju fyrir fiskverkafólk á því svæði?

Svona má endalaust spyrja og flest svörin hygg ég að verði á fremur neikvæðum nótum


mbl.is Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ef fjárstreymið minnkar í vasa kvótakónganna þá er bara skrúfað fyrir. Gott dæmi um ekki nógu skjótan gróða er laxeldið í Mjóafirði. Þeir loka bara, helli, helli hættur. Á sama tíma hefur afkoman aldrei verið betri hjá laxabændum í Færeyjum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband