Eru Íslendingar þjófar og svikarar???

Fimmtudagsblað Mbl 20 sept rak á fjörur mínar í morgun,þar rakst ég á grein sem vakti athygli mína, og um leið hvernig ríkið  er að þróast í einhverskonar embættismannavald sem virðist óháð kjörnum ríkisstjórnum hverju sinni.

Íslendingur sem var á leið til útlanda vildi skrá myndavélina sína áður en hann færi úr landi,en eins og blm.orðaði það var honum meinað það.Við heimkomu var vélin gerð upptæk af því að hann gat ekki sýnt kvittun um að hann hefði keypt myndavélina hér á landi.Viðkomandi átti kvittun fyrir vélinni en að sjálfsögðu datt honum ekki í hug að hann þyrfti að ganga með hana upp á vasan.

Björg Valtýsdóttir deildarstjóri hjá Tollstjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli,segir að það sé ekkert í tollalögum sem skyldi tollafgreiðslumenn í Leifsstöð að skrá verðmæta hluti úr landi,þó hefur það verið gert í tugi ára.

Sem sagt það virðist bara vera skylda vikomandi manna að taka hluti af fólki,ætli að bjálfinn sem samdi þessa reglu eigi kvittanir fyrir öllum verðmætum sem hann hugsanlega gæti eða vildi taka með sér til útlanda.

Ef við tökum myndavél sem dæmi,þá er vönduð og dýr vél lífstíðar eign,og allt eins líklegt að með tímanum geti kvittanir fyrir svona hlutum glatast vegna þess að það er nýtt á  Íslandi að menn þurfi að ganga með kvittanir upp á vasan.

Maðurinn sem myndavélin var tekin af þarf síðan að hafa mikið fyrir því að fá hana aftur,hann þarf að fara suður á Völl að sækja hana þar sem Tollgæslan neitaði að senda hana í ábyrgðarpósti.

Niðurstaða mín er sú að það sé álit þeirra sem svona reglugerðir smíða,að Íslendingar séu upp til hópa þjófar og svikarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er enn ein sagan í viðbót þar sem okkar heimska, náttúrulausa, hrokafulla og illa lyktandi bákn tekur völdin af dómgreindinni.-Það stendur hvergi að.........

Saga sem þjóðin er búin að skemmta sér við í áratugi: 

Drengur nokkur var sendur í snúninga og þurfti að fara yfir lækjarsprænu. Þegar heim kom var hann votur í annan fótinn og var spurður um ástæðuna:

"Ja, það stóð þannig á spori að ég varð að stíga ofan í lækinn!" 

Árni Gunnarsson, 24.9.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hárrétt............Flott dæmi

Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.9.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband