25.10.2007 | 13:10
Fær embættismanna mafían að ráða??
Vilja stækka Hraunið í stað Hólmsheiðar
Fangaverðir telja að 20 fangapláss séu næglegt fyrir höfuðborgarsvæðið,40 plássum ætti hinsvegar að bæta við á Litla-Hrauni,þeir benda enfremur á að Fangelsismálastofnun eigi góð byggingarsvæði kringum Litla-Hraun og innan öryggisgirðingar sem ætti að lækka byggingarkostnað og gera þetta að hagkvæmari lausn umfram aðra staði.
Þá benda þeir jafnframt á að starfsaldur sé hár á Litla-Hrauni og flestir fangavarðanna búi á næstu grösum,og í því sé mikið öryggi í neyðartilfellum
.Fangelsismálayfirvöld(Les embættismanna mafían) segir á hinn bóginn nauðsynlegt að hafa fangelsi á höfuðborgarsvæðinu til þess að vista gæsluvarðhaldsfanga nær vinnustað rannsóknarlögreglunnar og dómsstóla. Í nýju fangelsi sé ennfremur gert ráð fyrir sérstakri afeitrunar- og sjúkradeild sem þarfnist sérstaks umhverfis.
Miðað við þann tíma sem yfirleitt virðist taka Lögregluna að rannsaka mál,mætti halda að gæsluvarðhaldfangar væru vistaðir á Hornströndum,þannig að þessi rök halda ekki vatni.
Þetta er bara dæmigert ef ríkið á að framkvæma eitthvað að þá skal það gert í eða nágrenni Reykjavíkur,því "embættismennirnir"ráða yfirleitt fyrir rest,þó t.d. eins og í þessu máli hljóti dómsmálaráðherra að koma sterkt inni í málið.
Kannski verður þessi fangelsisbygging upphaf að nýju og spennandi Grímseyjarferjumáli
Eitthvað kostar lóð á Hólmsheiði!!
![]() |
Vilja stækka Hraunið í stað Hólmsheiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.