Mikill er máttur peninganna.

Grein í Fréttablaðinu í dag vakti athygli mína á því,að ef nóg fé er í boði þá er allt falt og er þá hvorki skeytt um skömmn n heiður.

Fyrirsögnin var Björgólfur Thor fái hálfan Hallargarðinn,og þar kemur embættismannamafían við sögu enn eina ferðina ( eins og ég hef bent annarstaðar á í bloggi mínu ) Embættismenn hafa samið um Björgólfur Thor Björgólfsson fái fjórfalt stærri lóð með Fríkirkjuvegi 11 en sagði í útboði.

Nú er eftir að vita hvort nýji borgarstjórnarneirihlutinn samþykkir þennan gerning.Þrír svokallaðir "sviðsstjórar" hjá Reykjavíkurborg hafa samkvæmt einhverju samkomulagi ( væntanlega við Björgólf) unnið að þeim gerningi að í stað 900 fermetra lóðar eins og ákveðin var í fyrravetur þegar húsið var boðið út,fái hann 3,567 fermetra lóð umhverfis húsið.

Björgólfur bauð 600 miljónir fyrir húsið en sendi einnig inn frávikstilboð, sem hljóðaði upp á 800 miljónir, en þá var það skilyrði frá hans hálfu að fá mikið stærri lóð.

Borgarráð beit á agnið og ætlar að fórna hálfum Hallargarðinum til handa Björgólfi, hann fær að gera eitthvað sem kallast viðhafnaraðkoma að húsinu (til hvers?),sparkvöllur ofan við húsið verður bílastæði fyr hann og fylgifiska.

Til að klóra aðeins yfir skítinn sinn setti Borgarráð kvaðir um óheftan aðgang almenning um garðinn,en þó með þeim fyrirvara að fólki kynni að vera bægt frá  af öryggisástæðum.

Þar með er búið að girða fyrir ferðir almennings,því hætt er við að öryggissjónarmiðið verði í hávegum haft,ef að líkum lætur.Þessir nýríku karlar eru ekki fyrr búnir að komast yfir einhven skika en alt er orðiðið þakið í skiltum. Óviðkomandi bannaður aðgangur.Einkalóð aðgangur Bannaður og svona mætti lengi telja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Ari Guðmar !

Þakka þér, afbragðs góða hugvekju. Nákvæmlega, svona er okkar gamla góða Ísafold að verða; leiksoppur nýgræðinganna.

Dapurleg þróun, minnir á gjálífið og glauminn, í Versölum; skömmu fyrir byltinguna 1789.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:58

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þakka þér commentið Óskar Helgi,þetta er það sem horfir við manni allt er hægt að kaupa,þeir sem kaupa jarðir og lönd eru verstir,þeir þei banna alla umferð á landi sínu þótt þeir megi það ekki.Ég þekki dæmi þess að reynt hafi verið að loka sýsluvegi vegna þess að ríkur bankastjóri keypti jörð sem þessi vegur lá meðfram að vísu voru öngvir bæir í byggð við þennan veg,en það breytir ekki því að hann hafi þá átt veginn.Hafið þið það sem best í Árnesþingi.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.10.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband