Baldursgötureitur ! = Braskreitur ?

Byr búinn að lána tæpar fjörutíu miljónir út á ónýt hús.

Kanna lánastofnanir ekki sjálfar ásigkomulag þeirra eigna  sem menn eru að taka lán út á?

Er nóg að mæta í jakkafötum með bindi og skjalatösku, ásamt mynd af nærliggjandi húsi sem lítur sæmilega út ?

Eru þeir kannski að fara út í hótelrekstur,standa þeir að baki Baldursgötu ehf ?

 Baldursgata 32 hefur verið yfirgefið hús í tvö ár að sögn Helgu Láru og hefur útigangsfólk hafst þar við. Það virðist vera regla þegar gömul hús eiga í hlut, ef braskarar sjá sér hag í að kaupa, þá komast þeir upp með það að láta þau grotna niður, til að auðvelda sér eftirleikinn. þeir vita að í flestum tilvikum þegar þeir bera víurnar í svona hús, að það muni verða andstaða gegn niðurrifi þeirra. Þegar eignarhaldi er náð, þá eru þessi hús gjarnan höfð mannlaus, til að flýta fyrir hnignun þeirra. Og svo þegar þeir láta til skarar skríða, eru helstu rök þeirra að það sé nauðsynlegt að rífa þessi hús því þau séu ónýt.

Borgaryfirvöld standa sig ekki í þessum efnum, því þeir hafa úrræði bæði í reglugerðum og lögum til að skikka húseigendur til að hugsa sómasamlega um fasteignir sýnar.

 

"Mér blöskrar að borgin skuli vera að hampa mönnum sem ganga svona um eignirnar sínar,segir Helga Lára Þorsteinsdóttir , íbúi á umræddum Baldursgötureit,

 

 

 

 

.


mbl.is Lykt af braski í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er að koma æ betur í ljós sem ég bloggaði um fyrir nokkrum dögum að pottþétt formúla er í gangi: Bíða eftir því að hús drabbist niður í óhirðu og græða peninga á því að fá yfirvöld til að leyfa að sem allra stærst hús séu reist í staðinn, jafnvel þótt það sé á skjön við heildarsvip svæðisins og hagsmuni nágrannanna sem er refsað fyrir það að halda sínum húsum vel við.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Framganga skipulagsyfirvalda í þessum málum er orðin þess eðlis að maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort annarlegar ástæður liggi þar að baki. Það er gjarna grynnra á aurunum en siðferðinu hjá verktakaliðinu og aurar eru til margra hluta nytsamlegir.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband