Á hvaða forsendu byggist þessi nafnadeila ???

Hafa Grikkir ekki hreinann skjöld ganvart þessu héraði?

 

Orkar tvímælis að þeirhafi réttmæta lögsögu yfir héraðinu Makedoníu,eða hvað er málið ??? 


mbl.is Fundað vegna nafnadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú orðin frekar löng og mikil deila en ég skal reyna að stikla á stóru.

Málið snýst að miklu leiti um menningarlega arfleið Grikkja og þá sérstaklega tilkall þeirra til Alexanders Mikla, sem eins og flestir vita var frá (forn-)Makedóníu. Alexander, sem leiðtogi forn-Makedóníu lagði undir sig meirihluta heimsins (sem hann vissi af á þeim tíma) einhverjum 300 og eitthvað árum fyrir krist. 

Það var undir stjórn Alexanders sem grísku borgríkin tóku að blómstra á ný en hann var mikill áhugamaður um "Helleníska" (forn-gríska) menningu, heimspeki og listir. Tungumál, menning, trúarbrögð, heimspeki og vísindaleg þekking Grikkja breiddist þannig út um allan heim og Makedóníska heimsveldið varð í raun og veru Hellenískt á mjög stuttum tíma.

Þannig má segja að Makedónía og hellenísk eða forn-grísk menning hafi tengst órjúfanlegum böndum allt frá þeim tíma - þrátt fyrir að heimsveldið losnaði í sundur áttu Makedónar samt eftir að vera mikilvægur hluti af "Grikklandi" allt frá þeim tíma, sem var meira menningarlegt hugtak en landfræðilegt.

Spólum núna áfram til 1946 þegar Suður-Serbía (sem er á öðru landsvæði en forn-Makedónía og er byggð slövum sem eru ekki vitund skyldir Grikkjum) er skyndilega endurskýrð "Makedónía"! Slavarnir settust að rétt sunnan við það sem núna er Grikkland einhverntíman á 7. öld eftir krist og eiga því nákvæmlega ekkert tilkall til menningarlegar arfðleiðar nágranna sinna í forn-Makedóníu.

Grikkir gjörsamlega töpuðu sér yfir þessu (það tengist reyndar pólitík eftirstríðsárana sem og vandamálum sem fylgja því að draga beina línu frá forn-Grikklandi til þess sem er í dag kallað Grikkland og stressi yfir muninum á hellenískri og "grískri" menningu - en ég ætla ekki að flækja þetta enn frekar í bili).

Hmn, núna þegar ég les þetta yfir meikar þetta ekkert rosalega mikið sense. Það er frekar erfitt að sjóða 2500 ára sögu margra menninga og rætur þeirra niður í stutt svar sem útskýrir hvað er að gerast í þessari deilu í dag.

Vona að þú sért allavega einhverju nær :) 

og deilan hefur bara harnað síðan.   

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:11

2 identicon

Þessari síðustu setningu var ofaukið, hehe, hún var hluti af einhverri málsgrein sem ég var að reyna að smíða en gafst upp á.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar Gunnar. Ég geri mér grein fyrir því að að þessu verður ekki komið til skila orði til orðs á þessum vettvangi.  Þótt ég sé fremur þunnur í grískum málefnum þá er það samt svo að þetta svarar nægilega miklu til þess að ég hef aðeins betri sýn á það, um hvað málið snýst.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 21.3.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband