Það á ekki að spara. Bara að hagræða. Kostnaður við það er aukaatriði

...Undanfarin ár hafi rekstur embættisins farið fram úr fjárheimildum "Getur ráðuneytið komið með einhver dæmi um hið gagnstæða "? og með þessum aðgerðum sé verið að leggja traustari grunn að skilvirkari stjórnsýslu...   Er það svo??? 

 ...það að lögreglu- og tollstjórinn á Suðurnesjum hafi haft á einni hendi lög-, öryggis- og tollgæslumál sé arfur frá þeim tíma þegar utanríkisráðuneytið fór með yfirstjórn mála á Keflavíkurflugvelli fyrir hönd allra ráðuneyta meðan á dvöl varnarliðsins stóð... Það gengur auðvita ekki að einn maður sé að vasast í þessu,þarna er pláss fyrir tvo yfirmenn í viðbót,og alltaf vantar góðar stöður handa rétt þenkjandi mönnum. 

Skipulagsbreytingarnar miði að því að saman fari stjórnsýsluleg og rekstrarleg ábyrgð. Eru einhver þekkt dæmi þess að stjórmálamenn og opinberir embættismenn hafi axlað ábyrgð ???

Svo kemur kjarni málsins. Í stað þess að eitt ráðuneyti fari með þessi mál skal það nú heyra undir þrjú. Lítil hagræðing það. Sé ekki í fljótu bragði hvernig það sem áður var á einni hendi,en færist núna á sex bæti stjórnsýsluna. Skýrari ábyrgð fæst með því að hafa einn stjórnanda,þá getur hann ekki velt henni yfir neinn annann, eins og auðvelt er þegar þrír eða fleiri eru að flækjast hver fyrir öðrum. 

 ...og þær séu ekki settar fram í sparnaðarskyni  ( athyglisvert ) heldur miðist að því að færa verkefnin undir forsjá þess ráðuneytis sem beri ábyrgð á hverjum málaflokki: tollgæslan heyri undir fjármálaráðuneytið, öryggismál séu á forræði samgönguráðuneytis og löggæsla og landamæragæsla áfram á forræði dóms- og kirkjumálaráðherra.

Þeim er tíðrætt um ábyrgðina,það er ekki nóg að kannast við orðið, það þarf líka að þekkja hver hún er hverju sinni.


mbl.is Hagræðing, bætt stjórnsýsla og skýr ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari minn. Þetta er engin hagræðing. Þetta kallar á meiri útgjöld eins og að ef aðeins eitt ráðuneyti sér um viss mál í stað þriggja. Og allt þetta rugl á Keflavíkurvelli sýnist mér verða til að útgjöldin verði meiri og þó að fólk sé allt að vilja gert að hafa innbyrðist tengsl þá getur eitthvað klikkað og þá geta orðið misstök eins og með eftirliti á komufarþegum sem eru stútfullir af eiturlyfjum. Ég sé enga lausn að splitta þessu öllu heldur misstök. Kannski vantaði einhverjum Sjálfstæðismönnum sem voru og eru á spena Sjálfstæðismanna eitthvað nýtt að gera og þá verða gerðar breytingar til að bjarga málum þó að það kostaði ríkið = okkur skattgreiðendur meira.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 08:55

2 identicon

Það ætti frekar að taka til í utanríkisráðuneytinu, fækka sendiherrum og ráðuneytum úti í heimi. Fækka utanlandsferðum og hætta við þetta snobbsæti í Öryggisnefnd sameinuðu þjóðanna sem kostar formúgu, skil ekki þetta brölt.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. 100% sammála síðasta innleggi.

Baráttukveðjur fyrir réttlætinu/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband