Sjaldan veldur einn þá tveir deila.

 Mér finnst að Geir hefði átt að leigja sér flugvél til að fylgjast með aðgerðunum í dag.

Mikið um að vera í dag,fylgdist með þessu í fréttum þar til ég kom heim úr vinnunn og gat farið í sjónvarpið til sjá hvað um væri að vera.Því miður verð ég að halla á lögregluna í þessu máli, hún stóð engan vegin rétt að málunum að mínu mati. Fyrir það fyrsta, er það afar furðulegt að hún skyldi hafa mætt með allt þetta lið á svona skömmum tíma. Búnaður liðsins bendir til þess að þeir séu að fara í átök. Hvernig vissi lögreglan upp á hár hvar bílstjórarnir ætluðu að bera niður ??? Af hverju notuðu þeir ekki eitthvað af öllu þessu liði til að halda áhorfendum utan við bílstjórahópinn ?

Ég ætla ekki að halda því fram að bílstjórarnir séu hafnir yfir lög og rétt, en eins og ég sé þessa atburði á myndböndum sýnist mér að lögreglan hafi að nokkru eða öllu leyti hrundið þessari atburðarás af stað. Síðan má ´staldra við framgöngu þeirra með piparúðan ég gat ekki betur séð en honum væri bara sprautað handahófskennt á hvern sem var, og einn af þessum sprautuberum virtist vera viti sínu fjær organdi og slefandi. Ég held að með þessari framgöngu sinni í dag megi lögreglan vera ánægð með að allt fór ekki úr böndunum miðað við hvernig hún stóð að verki, en það er ekki henni að þakka.


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Hittir naglann á höfuðið Ari.

Held að þessi valdbeiting hafi átt að senda skilaboð til framtíðar mótmælenda og að hún hafi aldrei átt að ganga svona langt. Sá aðili sem var að stjórna vettvanginum missti þetta alveg úr höndunum. Gaman að sjá hvernig ráðamenn reyna að afsaka þetta eða réttlæta með valdhroka?

Skaz, 24.4.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband