Herfanginu skipt.

Stjórnendur Kaupþings og Landsbankans náðu í gær samkomulagi um hugmyndir um hvernig bankarnir tveir gætu unnið saman að því tryggja stöðugleika í fjármálalífinu í samvinnu við ríkisstjórn og Seðlabanka.

Hvað segir þetta okkur, Kaupþing og Landsbanki eru ekki að velta sér upp úr þessari  "kreppu" sem er í gangi. Þeir velta bara fyrir sér möguleikum á því að hagnast sem mest á þessu ástandi án þess að leggja neitt á móti.

Af hverju geta Kaupþing og Landsbanki ekk selt eignir í útlöndum og flutt það fé heim sem fengist,.???

Er betra að Lífeyrissjóðirnir selji eignir erlendis og leggi það í óráðsíuna á Íslandi?, ég segi nei, það er vegna þess að það er útilokað að treysta stjórnmálamönnum nú til dags, það eina sem þeir standa fyrir er að lofa og lofa, en að standa við gefin loforð er andskoti langt aftan við þá 

Forystumenn lífeyrissjóðanna töldu í gærkvöldi að ekki lægju fyrir skýr svör um áform bankanna.

Og getur örugglega dregist að þeir fái SKÝR svör.

Geir sagði hins vegar um miðnætti í gær að bankarnir myndu selja eignir í útlöndum. „Það er mjög góður vilji hjá bönkunum til að selja eignir í útlöndum og ég tel að það sé nauðsynlegt.“

Geir er snillingur í að segja ekki neitt. Af hvrju draga bankarnir lappirnar, ætla þeir að selja eignir eða ekki ?. Um það snýst málið

Nánar í Morgunblaðinu


mbl.is Sameiginleg aðkoma að Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmmmm,,,, Landsbankinn hefur e.t.v ekki viljað segja neitt þar sem þeir gátu ekki gert neitt v/ þrots á eigin bákni. Hvað varðar Kaupþing, þá treysti ég ekki þeim orðum að hann standi á styrkum fótum, líkt og Welding sagði viku fyrir þjóðnýtingu Glitnis, þá sagði hann þessi sömu orð. En það undarlegasta við þetta allt saman, þá hefur enginn nefnt Byr eða sparisjóðina, og ég er nú forvitin um þeirra þátt í þessu.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband