12.12.2007 | 13:17
Bandarískir hryðjuverkamenn?
Utanríkisráðuneytið mun skoða mál íslenskrar konu, sem segir á bloggsíðu sinni að hún hafi verið látin dúsa án matar og drykkjar tímunum saman á JFK flugvelli í New York og síðan hlekkjuð og stungið í fangelsi, fyrir þá sök að hafa farið framyfir leyfilegan dvalartíma í landinu fyrir 12 árum.
Það var ítarlega sagt frá þessu í hádegisfréttum og þótt ekki væri nema helmingurinn af því sem konan segir sannur,er það hálfa mikið meira en nóg.
Ég er samt viss um að alt sem hún sagði var satt,því það er svo komið að þegar Kaninn á í hlut þá er ég tilbúinn að trúa hverju sem er upp á hann
Er þetta þjóðfélag endanlega að hrökkva upp af standinum,þeir sjá hryðjuverkamenn í hverju horni,þeir brjóta mannréttindi á fólki fyrir minnstu ,og jafnvel ætlaðar yfirsjónir,þeir haga sér eins og þeir væru einhver heimslögregla með ótakmarkaða heimild til að taka fólk og flytja til Bna án þess að gefa neinar skýringar á handtöku,nenni ekki að telja upp fleira.
Væri sennilega fljótari að telja upp það sem þeir gera löglega, eins og aðrar þjóðir, sem telja sig sæmilega siðmentaðar.
Ég á ekki von á því að þesi rannsókn skili miklum árangri,þetta eru "vinir" okkar sem eiga í hlut og ekki má styggja þá
![]() |
Ráðuneyti skoðar mál konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 12:46
Hrinda þessu í framkvæmd strax!
Lægri iðgjöld með ökurita.
Mér finnst að tryggingarfélög ætu að taka þetta upp sem allra fyrst,er lítið hrifin af því að vera að borga himinhá iðgjöld vegna þeirra sem keyra ekki eins og lög gera ráð fyrir.
Hugmyndin er góð,ég hef ekkert að fela í sambandi við aksturinn,ef ég ek of hratt,nota ekki belti eða annað sem skyldugt er,og er tekinn fyrir, þá er það bara mátulegt á mig,ég vissi betur og get engum um kennt, nema sjálfum mér.
![]() |
Lægri iðgjöld með ökurita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 07:31
Ódýr afsökun,en algeng hjá opinberum stofnunum.
Hef aldrei orðið gjaldþrota
Ætli starfsmenn opinberra stofnana haldi að kúnnarnir séu fífl, datt þetta í hug þegar ég las þessa grein,hef sjálfur fengið svona svör frá opinberri stofnun vegna leiðréttingar sem ég þurfti að fá.
Ég er enginn spekingur í tölvum ,en þykist samt vita að í flestum tilfellum er ekkert mál að leiðrétta vitleysur sem settar eru inn.Það er aftur á móti spurning hvort þeir sem vinna við þetta, séu einhverjir páfagaukar sem fylla út í fyrirframgert form, og ef eitthvað fer úrskeiðis hjá þeim, hafi þeir ekki kunnáttu til að leiðrétta það.
Það er alltof algeng afsökun að mistök séu tölvunni að kenna, ég hef alltaf haldið að tölvan gerði bara það sem ég segi henni að gera.
Svörin sem maðurinn fær hjá tollstjóra eru að þetta séu tæknileg vandræði í tölvukerfinu og erfiðlega gangi að laga það. Margir aðrir séu í þessari stöðu
Heimskulegt svar!
![]() |
Hef aldrei orðið gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 14:24
Áströlsk stjórnvöld með sýndarmennsku
Ákvörðun dómara í Ástralíu um að fangelsa ekki níu menn sem sakaðir eru um að hafa nauðgað tíu ára frumbyggjastúlku, hefur vakið mikla reiði þar í landi
.ER ÞESSI DÓMARI ANDLEGA HEILL?
Hvernig ætli stjórnvöld muni redda sér úr þessari klípu,Kevin Rudd hefur lýst mikilli andúð á þessum dómi,en er hann búinn að víkja dómaranum úr starfi,þegar hann verður búinn að því skal ég reyna að trúa,að um breytta stefnu gagnvart frumbyggjum sé að ræða.
Ríkisstjórn kynþátta hatarans John Howards ,var að sjálfsögðu búin að planta skoðanabræðrum sínum í allar stöður eins og þessi dómur ber með sér,nú er spurning hvað Rudd gerir í málefnum frumbyggja sem reynt hefur verið ljóst og leynt að útrýma,og mannréttindasamtök og aðrar slíkar stofnanir að mestu leyti litið framhjá.
Kannski verður hann bara RUDDI eins og forverinn?
![]() |
Nauðgunardómur fordæmdur í Ástralíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 07:25
Er ekki að verða nóg komið af vitleysunni?
Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Valitor sér um svokallaða færsluhirðingu fyrir marga erlenda klámvefi, en í því felst að þegar fólk kaupir klám með Visa-korti sér Valitor um innheimtuna. Höskuldi H. Ólafssyni, forstjóra Valitor, var ekki kunnugt um kæruna þegar 24 stundir höfðu samband við hann en sagði fyrirtækið ekki standa í ólöglegri starfsemi eða starfsemi sem stríddi gegn stefnu Visa erlendis.
Ég hef ekkert á móti Femínistum svo lengi sem þeir halda sig við jörðina með málflutning sinn,en svona fíflagangur gengur nú alveg fram af mér,hvað eru konurnar að fara?,hvað meina þær?, skilja þær ekki að þær eru að skaða málstað sinn, og sérstaklega þó þeirra sem hófsamari eru í þeirra hópi.
Þarna er löglegt fyrirtæki að sinna skyldu sinni,geta þær ekki alveg eins sakfellt launagreiðendur almennt fyrir að borga laun,sem einhver notar svo til kaupa á því sem Femínistar kalla vændi og annað slíkt.
Það er erfitt að hafa samúð með málflutningi sem teygir sig langt út fyrir öll vitræn mörk,með það að leiðarljósi að tilgangurinn helgi meðalið.
![]() |
Femínistafélagið kærir Vísa-klám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)