12.10.2007 | 14:04
Sjaldan veldur einn þá tveir deila.....Eða hvað??.................
Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að blogga um Reykjavíkursirkusinn,en ég hef verið að velta því fyrir mér í gær og dag hvað við erum öll miklir sérfræðingar, að ég tali ekki um mannþekkjarar þegar svona uppákomur verða.
Við gerum mönnum upp skoðanir,hugsanir,og búum jafnvel til hegðunarmynstur eins og okkur finnst þeir hafi hagað sér,ég get alveg viðurkennt að ég fell af og til í þá gryfju að dæma aðra án þess að kynna mér málið nægilega vel,en mér finnst þó að með aldrinum og reynslunni komi það æ sjaldnar fyrir,en það er að vísu mitt álit.
Ég er frekar lítið pólitískur,og því finnst mér sama rassgatið undir öllu þessu pólitíska líði þegar það er búið að ná kosningu,þá eru loforðin gleymd,eða átti kannski ekkert að standa við þau?
Það er fjarviðrast um það núna að þessi og þessi hafi talað svo illa um hinn,hvernig geti þeir starfað saman eftir svoleiðis orðaleppa,en þetta er það sem blasir við í pólitíkinni,ef menn tækju alltaf á andstæðingnum með silkihönskum vegna þess að þeir gætu átt eftir að starfa saman í pólitík,yrði landslagið nokkuð flatt, og lítið púður í umræðunum,en hins vegar mættu margir kannski tala aðein prúðmannlegar um andstæðinginn.
Böjrn Ingi virðist njóta þess vafasama heiður að vera komin í flokk með Júdasi að mati Sankti Sjáfstæðismanna,mér finnst munurinn aðlega vera fólgin í því að þegar þeir störfuðu saman unnu Sjálfstæðismenn meira á bak við tjöldin við að hygla sínum mönnum,það dettur varla nokkrum óvitlausum manni í hug að svo hafi ekki verið,eða hvað?
Hvað skeður ekki alltaf í kosningum ef verða breytingar á valdahlutföllum?,þá er mönnum sagt upp þótt þeir séu afbragðs starfsmenn, til að koma nýjum mönnum að sem eru nýju valdsmönnunum þóknanlegir.Íslenska þjóðin hefur löngum liðið fyrir það að í stað þess að ráða hæfa menn í störf, menn með reynslu og þekkingu,þá eru menn með flokksskírteini látnir ganga fyrir,og árangurinn af því ráðslagi sjáum við á hverjum degi í ræðu,riti,fréttu og raunar allt í kringum okkur,það er enginn sem tekur ábyrgð á gerðum sínum,og það vísar hver á annan eins og börn í sandkassaleik.
Ég man ekki eftir því að síðan Árni Stefánsson axlaði sína ábyrgð,haf það komið fyrir fyrr en núna að Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri lýsti því yfir að hann tæki fulla ábyrgð á sínum hluta Grímseyjarferjuævintýrisins.
Sjálfstæðismenn hafa afar lítið látið í sér heyra um framgang sinna manna í því máli,eða finnst þeim þetta kannski allt í lagi, af því að Árni og Sturla áttu hlut, góðir og dyggir flokksfélagar.
Á dauða mínum átti ég von, en ekki því að ég færi að halda uppi vörnum fyrir Framsóknarflokkinn,enda er það ekki svo,heldur er ég að reyna að benda á að við eigum því miður altof marga FRAMSÓKNARFLOKKA
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 08:26
Þessi félög eru verkalýsbaráttunni til skammar................
Að Flóabandalaginu standa Efling-stéttarfélag, Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir niðurstöður kjarakönnunarinnar mjög skýrar og þær séu mikilvægt veganesti inn í kjaraviðræðurnar.
Hvort eru þetta samningamenn atvinnurekenda eða launþega???
Af hverju eru miðlimir þessara verkalýðsfélaga ekki búnar að losa sig við þessa gerfitoppa sem þykjast geta staðið einir og þurfi ekki að standa með landssamtökum launþega.
Þeir hafa greinilega ekki kynnt sér það sem gömlu baráttujaxlarnir höfðu að leiðarljósi,að sameinaðir stöndum við en sundraðir föllum við.
Þessi Flóabandalagshugmynd er runnin undan rifjum nokkura manna sem telja sig betur fallna til forustu en þá sem nú standa í fylkingarbrjósti.Það er athyglisvert að það skuli svo vera sjálfur formaður Starfgreinasambandsins sem fer fyrir þessu liði.
Og segir kannski sína sögu
þetta bandalag virkar bara sem dragbítur á alla samnigna.
![]() |
Flóafélög vilja auka kaupmátt og hækka lægstu laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 13:46
Biðlaun á oddinn í næstu kjarasamningum............
Útgjöld vegna biðlauna alþingismanna nærri 82 miljónir
Datt í hug að það sé mál til komið fyrir hinn almenna launþega að fara að fá að smakka á velmegunarkökunni,hversvegna syldi hann ekki eiga janan rétt á svokölluðum "biðlaunum" sem virðist vera eitthvert sáluhjálparatriði hjá flestu sem eru með hærri laun en hann.
Ég verð að játa á mig þau afglöp að geta ekki skilið þennan heilaga rétt,ti launagreislu jafnvel þótt viðkomandi sé kominn í aðra vinnu,það myndu ýmsir í lægstu launaflokkum þiggja það,lítið er betra en ekkert,eða hvað?????????
![]() |
Útgjöld vegna biðlauna alþingismanna nærri 82 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 11:20
Af hverju skirfaði Þórhallur þessa frétt ekki sjálfur??????????
Yfirlýsing frá almennum starfsmönnum GT verktaka
Ekki fæ ég séð eða skilið hvernig Íslenskum verkamönnum GT verktaka getur staf ógn eða vansæmd af aðgerðum Afls starfsgreinsfélags.Málið snýst eingöngu um erlenda verkamenn,og það vita allir sem vilja vita að erlendir verkamenn sitja ekki við sama borð og Íslenskir.
Mér sýnist á öllu orðalagi að þessi yfirlýsing sé skrifuð af einhverjum eiganda eða hugmunaaðila GT verktaka.
Það er hægt að senda svona yfirlýsingu og segja,að allir sem til náðust hafi verið þessu samþykkir,hvað hefði orðið upp á teninginn hjá þeim sem ekki hefðu viljað skrifa undir?,myndu þeir halda vinnunni??.
Ég hef grun um að hinn almenneni verkamaður hjá fyrirtækinu sem lýsti sig ósammála væri orðinn atvinnulaus.
Ég hef hvergi getað séð neitt rökstutt frá GT sem réttlæti þessi stóryrði,ætlast GT til þess að almenningur gleypi það hrátt að,Afl starfgreinafélag leggi þá í einelti,og framkvæmdastjóra Afls sé sérstalega illa við þá?? Trúi því hver sem vill,svo er annað sem aldrei er talað neitt um,ekki eru þessar þrælaleigur að þessu af tómri manngæsku. Hver borgar brúsann?, og Hver er er hlutur leigunar,af hverjum manni.?
Mín tifinning fyrir svona leigu er sú, að sá sem leigður er borgi allan brúsann,mér finnst að GT ætti að upplýsa okkur sem ekki skiljum svona mannaleigur,hvernig hægt er að reka þetta svo allir haldi sínu,því þar held ég að þeir væru með gott gróðatæki í höndunum og gætu hætt að leigja út menn.
![]() |
Yfirlýsing frá almennum starfsmönnum GT verktaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 09:33
Árásir halda áfram í Waziristan.Og hvað með það???????
Hvað er svona merkilegt við Waziristan? Er ekki nóg að segja bara í Pakistan held að "fréttin" haldi öllu sínu þó þorpið sé ekki nefnt,nafnið á því skiptir ekki máli fyrir okkur sem eru ókunn þarna,og þeir sem eru kunnugir hljóta að átta sig strax .Það er með ólíkindum þessi eilífðar freéttaflutnigur af stríðsátökum út um allan heim.
Það er ekki nóg með að það séu daglegar fréttir af slíku heldur eru þær allan allan sólarhringin og alltaf eins,því hvernig á annað að vera þegar alltaf er verið að segja frá því sama,ég legg til að fréttir af stíðátökum verði framvegis fluttar kl 12 á miðnætti og svo aftur kl 06 árdegis,ég er fullviss um að áhugamenn um þessar fréttir telja ekki eftir sér að vaka til 12 og vakna sx.
Hvað gerir maður ekki fyrir áhugamálin??
![]() |
Árásir halda áfram í Waziristan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)