Færsluflokkur: Dægurmál

Kom þetta á óvart ?

Við erum búin að fara yfir málið með starfsmönnum bæjarins og bæta verkferla varðandi tilkynningar um svona slys og sinna rannsóknavinnu að auki. Ég tel í rauninni að allt hafi verið gert til að koma í veg fyrir svona lagað aftur.“

Miðað við myndir sem birtust af þessum búnaði á sýnum tíma, þurfti ekki að koma á óvart þótt svona færi.

Það er löngu vitað að Klór er stórhættulegt efni,og ber að meðhöndla sem slíkt. En ef þeir eru búnir að gera ALLT sem hægt er, má kannski segja að betra sé seint en aldrei 


mbl.is Allt gert til að hindra klórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru verktakar og húsabraskarar með skipulagsyfirvöld

bæjar og sveitarfélaga í vasanum?

Merkilega oft er það sem búið er að breyta deiliskipulagi og öðru sem fellur  vel að hugmyndum verktaka, en er í andstöðu við íbúa viðkomandi svæða.

Eru skipulagsyfirvöld almennt á móti íbúunum  í byggðarlögum þeirra ? Ég gat ekki skilið annað á manninum sem rætt var við í sjónvarpinu í kvöld, enn þetta væri hið eðlilegasta mál.

Íbúar hefðu fengið tækifæri til að tjá sig um þetta,en ekki gert og þar með gætu þeir bara (étið það sem úti frýs. )  Mín túlkun á samtalinu sem var stutt en einkenndist af hroka.

Það er kannski ekki von að allur almenningur átti sig á, um hvað málið snýst í raun og veru fyrr en en braskararnir mæta á svæðið,og í ljós kemur hvað á að gera, auglýsing um breytt skipulag ein og sér vekur ekki athygli annara en þeirra sem vita gjörla hvað hún þýðir.

Það er aldrei of seint að mótmæla svona gerræðislegum aðgerðum, því bæjar og sveitarstjórnir ættu að minnast þess að þær sitja  í skjóli  íbúanna, þetta eru ekki bara atkvæði.


mbl.is Óttast umhverfisslys við Nesstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rauðan lit, takk.

Hefði ekki verið vitlegra að reyna að velja einhvern almennari lit á svona grip, þó rauði liturinn sé forráðamönnum Glitnis þóknanlegur, geta þeir ekki búist við að viðskiptavinir þeirra hafi sama smekk, sem og virðist hafa komið á daginn...
mbl.is Jólagjöf Glitnis of rauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ég sem hélt að Ópið væri bara eitt málverk

Hæstiréttur Noregs þyngdi í dag dóma yfir tveimur mönnum fyrir þjófnað á tveimur málverkum eftir Edvard Munch, Ópinu.
mbl.is Hæstiréttur þyngir dóma yfir málverkaþjófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berja höfðinu við steininn, en fá aldrei höfuðverk ?

Merkilegt finnst mér hvað þeir eru sammála um þennan dóm mannréttindanefndar, Friðrik J Arngrímsson, og Einar Guðfinnsson.

Báðir telja þeir að þetta álit mannréttindanefndar skifti engu máli hér á landi, þrátt fyrir þátttöku okkar í þessari nefnd, (er þetta samráð ?), hvort sem þetta er nú skuldbindandi fyrir stjórnvöld eða ekki, þá verður því ekki móti mælt að þetta er enn einn áfellisdómur mannréttindanefndar yfir Íslensku stjórnarfari.

Kannski skiptir það stjórnmálamenn engu máli hvað þessi nefnd segir eða gerir, en það hlýtur að vekja upp spurningar hjá hugsandi fólki um hvernig staðan í mannréttindamálum er hér á landi.

Ég er ekki með tölur á hraðbergi um þessi mál,en tilfinning mín fyrir þessu er sú að þau mál sem hafa farið fyrir þessa nefnd, hafi oftar en ekki verið afgreidd stjórnvöldum í óhag.


mbl.is Breytir engu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri þyrlur á SV hornið !!!

Er það nú ekki fullmikil frekja af læknafélagi Norðvesturlands að ætlast til þess að þyrla verði staðsett á Akureyri, hvaða tilgangi getur það þjónað að staðsetja svona dýr tæki utan Reykjavíkur ?, hafa þessir læknar ekki gert sér grein fyrir því að Reykjavík er Ísland ?, þeir sem búa utan hennar eru bara sérvitringar og undirmálsfólk.

Við sem búum utan STÓRREYKJAVÍKURSVÆÐISINS,eigum að hafa vit á því að vera ekki að gera kröfur,við höfum valið þetta.

Eru ekki komnar fjórar þyrlur til landsins ?, eða stendur  til, til hvers að staðsetja þær allar á Suðvestur horninu, það verða víðar slys og óhöpp heldur en þar, að ógleymdu því að á Akueyri er stórt og vel búið sjúkrahús með frábæru starfsliði frá A til Ö


mbl.is Vilja að þyrla verði á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fámennur félagsskapur...

Samkvæmt þessari frétt geta ekki verið margir félagar í Skotvís.

Hvað fengu þessi 30% margar Rjúpur 2006 ?

Ég hef ekki blótað síðan 1973!!!


mbl.is Sá sem mest veiddi fékk 18 rjúpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilbúið vandamál. Úrræðaleysi, eða embættismannaleti???

Sanmkvæmt byggingarreglugerð, útgefin í júlí 1998. 11 Kafli. Ýmis ákvæði.  Segir svo meðal annars.

Framkvæmdir sem brjóta í bága við skipulag eða eru án leyfis.

209.4   Reynist brunaöryggi ábótavant við lokaúttekt mannvirkis skal byggingafulltrúi, og eftir atvikum heilbrigðisfulltrúi vegna almenns öryggis og hollustu, koma í veg fyrir að húsið verði tekið í notkun fyrr en úr hefur verið bætt.

209.5   Ef þörf krefur er lögreglu skylt að aðstoða byggingafulltrúa og bygginganefnd við þær aðgerðir er að ofan greinir

Ég get ekki lesið annað út úr þessu, en hægt sé að ljúka málinu án þess að vera með allar þessar rannsóknir, og skoðanir á hinu og þessu...

Ef menn brjóta lög þá er bara eitt við þá að gera...

Það er ekki nóg með að þeir sem stunda þessa leigusölu stofni leigjendum sínum í stórhættu, líka slökkviliðsmönnum sem koma á vettvang, sem hafa kannski grun um að fólk búi í húsnæðinu, og fara inn til að ganga úr skugga um það. Einnig er aðgengi að þessu ólöglega húsnæði oft þannig að það er slæmt við góðar aðstæður...

 


mbl.is 2600 manns í ólöglegum íbúðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fíkniefnasala lögleg í Kanada ?

 Amfetamín. Kanadísk kona vann mál sem hún höfðaði gegn fíkniefnasala sem seldi henni ólöglegt fíkniefni sem varð þess valdandi að konan féll í dá.

 


mbl.is Fór í mál við fíkniefnasalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veldur hver á heldur... Húsafriðunarnefnd fari að sinna sínu verki...

Mér finnst kannski vanta aðeins inn í þessa húsafriðunarumræðu, hlutverk húsfriðunarnefndar. það sem ég hef fylgst með þessum málum, virðist mér hún vera með allt á hælunum.

Ég hefði  haldið, að hlutverk þessarar nefndar væri að minnsta kosti að hluta til,að gera skrá yfir gömul hús,þar sem saga þeirra og hlutverk í gegnum tíðina kæmi fram, og ákvarða síðan út frá því hvað á að friða og hvað ekki.

En hvað eftir annað kemur upp sama staðan, það eru einhverjir ævintýramenn úti bæ sem sjá sér leik á borði að kaupa gömul hús, og láta þau grotna niður. Með þessu tryggja þeir sér velvild almennings, sem ekki veit að þessir sömu menn hafa átt þessi hús um lengri eða skemmri tíma, og niðurníðslan þar af leiðandi þeirra verk að hluta,

Á meðan nota þeir tækifærið, fá skipulagi breytt ,og öll tilskilin leyfi til að rífa viðkomandi hús. Hvað gerir húsafriðunarnefnd á meðan?, sefur Þyrnirósarsvefni og rýkur upp með andfælum, þegar tæki eru komin á staðinn til að rífa.

Hvernig getur þetta ferli sem á undan er gengið farið framhjá þeim?,varla er þetta gert á bak við tjöldin, það eru opinberir aðilar sem þurfa að fjalla um þessi mál áður en svona er komið, en þessi nefnd veit ekki neitt.

Ég er viss um að margir sem tóku þátt í þessari atkvæðagreiðslu,hefðu tekið annan pól í hæðina ef þeim hefði verið kunnugt um hvernig allt er í pottinn búið með þessi hús,og spurning um hvort er skárra að vera með gamalt ljótt hús, eða nýtt ljótt hús. Í flestu tilfellum þar sem ný hús hafa verið byggð innan um gömul, er útkoman frekar dapurleg.

Það virðist vera aukaatrið í þessari umræðu, að þar sem fyrirhuga er að reisa þarna hótel, hlýtur að þurfa bílastæði, varla verður gestum ætlað að koma gangandi, bílastæði taka pláss, bílastæðahús taka pláss. Hvað verður um skuggamyndun á þau hús í nágrenninu sem eru lægri?, og fleiri spurningar í svipaða átt. 


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband