Færsluflokkur: Dægurmál
24.4.2008 | 20:59
Er virkilega hægt að telja þetta heilbrigt ???
Er þetta ekki einhverskonar andleg brenglun ?, eða hvaða trú er það sem fær fólk sem ekki er vitað annað en sé andlega heilt, til að standa í biðröð til að horfa á einhvern löngu dauðan kall sem páfatetrið hefur hefur af einhverjum óþekktum orsökum ákveðið að taka í dýrlingatölu.Verð að sjáfsögðu að játa það að ég hef ekki mikla vitneskju um kaþólikka. Þeir eru örugglega upp til hópa besta fólk en þennan þátt í trú þeirra er mér fyrirmunað að skilja. En þrátt fyrir þessar efasemdir mínar, óska ég þeim og öðrum sem líta þetta augun . gleðileg sumars.
Biðraðir eru eftir því að líta lík dýrlingsins Padre Pio augum en hann til sýnis í glerkistu í suðurhluta Ítalíu en fjörtíu ár eru liðin frá láti hans.
![]() |
Biðröð að kistu dýrlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.4.2008 | 21:42
Sjaldan veldur einn þá tveir deila.
Mér finnst að Geir hefði átt að leigja sér flugvél til að fylgjast með aðgerðunum í dag.
Mikið um að vera í dag,fylgdist með þessu í fréttum þar til ég kom heim úr vinnunn og gat farið í sjónvarpið til sjá hvað um væri að vera.Því miður verð ég að halla á lögregluna í þessu máli, hún stóð engan vegin rétt að málunum að mínu mati. Fyrir það fyrsta, er það afar furðulegt að hún skyldi hafa mætt með allt þetta lið á svona skömmum tíma. Búnaður liðsins bendir til þess að þeir séu að fara í átök. Hvernig vissi lögreglan upp á hár hvar bílstjórarnir ætluðu að bera niður ??? Af hverju notuðu þeir ekki eitthvað af öllu þessu liði til að halda áhorfendum utan við bílstjórahópinn ?
Ég ætla ekki að halda því fram að bílstjórarnir séu hafnir yfir lög og rétt, en eins og ég sé þessa atburði á myndböndum sýnist mér að lögreglan hafi að nokkru eða öllu leyti hrundið þessari atburðarás af stað. Síðan má ´staldra við framgöngu þeirra með piparúðan ég gat ekki betur séð en honum væri bara sprautað handahófskennt á hvern sem var, og einn af þessum sprautuberum virtist vera viti sínu fjær organdi og slefandi. Ég held að með þessari framgöngu sinni í dag megi lögreglan vera ánægð með að allt fór ekki úr böndunum miðað við hvernig hún stóð að verki, en það er ekki henni að þakka.
![]() |
21 handtekinn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 13:22
Ótraustir vinnuveitendur...
Eru þeir sem voru í minnihluta ekki betri en svo að þegar þeir fá tækifæri eru þeir alls óviðbúnir að takast á við tækifærið ???
Og er það eitthvert lögmál ef skipt er um menn í sveitastjórnum að þá þurfi að segja bæjar eða sveitarstjórum upp???, það getur varla verið til atvinnugrein sem er ótraustari en þessi, þar sem starfið stendur og fellur með póltískum geðþóttaákvörðunum .
![]() |
Full alvara með viðræðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 23:02
Er Flóahreppur ekki á Íslandi ???
Frétt af mbl.is
216 manns á móti Urriðafossvirkun á Flóahrepp
Erlent | mbl.is | 22.4.2008 | 20:38
Á morgun, miðvikudaginn 23. apríl, verður sveitarstjórn Flóahrepps...
![]() |
216 manns á móti Urriðafossvirkun á Flóahrepp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 07:20
Merkileg frétt !!!
Held að ég hafi séð einhversstaðar á Blogginu,skýringu frá Skúla þar sem hann segist ekki hafa fengið neitt tóm til þess að fjarlægja það efni sem talið var orsök þessa kvörtunarmáls.
Ég er ekki lögfróður en skrítin fannst mér skýring lögfræðingsins á hegnigarlögunum sem áttu að sýna fram á að þessar greinar sem hann tilgreindi sýndu svart á hvítu ,að um meiðandi ummæli væri að ræða.
![]() |
Óánægja með lokun umdeilds bloggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2008 | 07:03
Þá getur þetta ekki verið lögbrot. Allir út að veiða.
Hvað. Er þá veiðiþjófnaður ekki lögbrot ???
...Jóhann Þorbjörnsson, sem var við kennslu í Soginu, undrast afskiptaleysi lögreglunnar, sem hafi ekki tekið niður nöfn veiðiþjófanna eða gert skýrslu um málið. Segir hann að lögreglumenn hafi tjáð sér að þeir gætu ekkert gert í málinu.
![]() |
Veiðiþjófar staðnir að verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 06:55
Er þá meiri hluti þjóðarinnar Sjálfstæðismenn ???
Mér sýnist nú á þessari frétt að sjálfstæðismenn hafi verið í meirihluta svarenda, og er þá nema eðlilegt að þeir séu samþykkir þessum ónauðsynlega flækingi ráðherrans. Er vitað til þess að almennur flokksmaður gagnrýni gerðir þingmanna eða ráðherra flokksins???
...Fram kemur í Fréttablaðinu, að stuðningur við för Þorgerðar sé meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þá vilji fleiri karlar en konur að ráðherrann verði við setningarathöfnina. Mestur er stuðningurinn við för Þorgerðar meðal sjálfstæðisfólks, rétt tæplega sjötíu prósent, en minnstur stuðningur meðal Vinstri grænna, 67,5% þeirra eru andvíg.
![]() |
Meirihluti styður ferð ráðherra á ÓL í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2008 | 12:00
Sannleikanum er hver sárreiðastur !!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Merkilegt finnst mér að Heilbrigðisyfirvöld og stjórnendur LSH skuli endalaust og stöðugt standa í deilum við starfsfólk sitt.Ég hef verið svo heppin um dagana að þurfa lítið á þeirri þjónustu að halda,en þegar ég hef þurft þess, hef ég yfirleitt fengið úrvalsfyrirgreiðslu, fólk í öðrum þjónustugreinum ætti að taka sér til fyrirmyndar þjónustulund flestra sem vinna heilbrigðisstörf. Stjórnendur þarna eins og víða hjá ríkisbatterínu virðast telja að það sé engin ástæða til að ráðgast við starfsfólk um breyttan vinnutíma og vinnutilhögun. Þeir ættu að stíga niður úr fílabeinsturnunum og kynnast af eigin raun vinnuumhverfi undirmanna sinna.Mætti segja mér að einhverjir stjórnendur þarna rati ekki af eigin rammleik á milli deilda hvað þá lengra.
![]() |
„Verið að berja okkur til hlýðni“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 07:20
Hvern ætli sé búið að ákveða???
Það verður fróðlegt að sjá hvað mikið af þessu sá sem fær starfið,hefur til brunns að bera. Miðað við þá reynslu sem ráðherrar hafa í mannaráðningum og mat á hæfi þeirra sem sækja um vefst varla fyrir Ingibjörgu að ráða í starfið, enda þá stutt að sækja ráð þar að lútandi,samráðherrarnir alllir meira og minna þaulvanir að meta og vega umsækjendur
...Forstjóri Varnarmálastofnunar skal hafa lokið háskólaprófi og hafa þekkingu á verksviði stofnunarinnar. Við val á forstjóra verður litið til reynslu af mannaforráðum, stjórnun og rekstri, leiðtogahæfileika, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku a.m.k., hæfni til upplýsingamiðlunar, samskiptahæfni, frumkvæðis og metnaðar, segir í auglýsingu ráðuneytisins...
![]() |
Forstjórastaða til umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)