Færsluflokkur: Dægurmál
27.9.2007 | 13:04
Mikið eru Austfirðingar heppnir
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp.
Útlit er fyrir að öll vinnsla leggist af í frystihúsi Eskju á Eskifirði um áramót.
Nú hefði litið illa út fyrir Eskfirðingum ef ekki hefði verið "blessaða álverið",mikið er nú notalegt til þess að hugsa að jafnvel þótt fiskvinnsla leggist af á Austfjörðum eru allir ( á grænni grein )eða er ekki réttara að segja á álgrein,og geta haft það svo makalaust gott,lausir við slorið.
Það er sorglegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Eskja sem hefur verið meðal stærri útgerða á landinu skuli vera svona komin.
![]() |
Öllu starfsfólki í frystihúsi Eskju sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 09:01
Skyldaðir til að éta.
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag
Gunnar Kárason, fjárhaldsmaður mötuneytisins, segir að þetta sé gert af fjárhagslegum ástæðum
Það var prófað af hafa þetta með öðru móti en það gekk ekki. Einn daginn komu kannski 300 manns í mat og annan daginn 10 manns og maturinn eyðilagðist."
Spurður að því hvort það sé ekki brot á jafnræði við nemendur að þeim sé boðið upp á mismunandi þjónustu eftir búsetu svaraði Gunnar: Nei.
Hann virðist ekki hafa mikla sýn á það sem hann er að gera ef þetta er eina ráðið til þess að maturinn gangi út.
Miðað við dæmið hans með 300 í mat í gær en bara 10 í dag,var bara ekki svona mikið betri matur í gær?
Það eru örugglega ótal leiðir til að reka mötuneyti skólans án þess að mismuna nemendum svona gróflega.
Hvernig væri t.d. að gera vikuplan í einu og nemendur skráðu hvað þeir ætluða að borða margar máltíðir þá viku,ef þeir mæta ekki í mat þá er það þeirra skaði en ekki mötuneytisins,sjálfsagt má útfæra þetta á ótal vegu
![]() |
Þurfa að kaupa tvær máltíðir á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 14:03
Hvað hefur versnað síðan í fyrra???
Lítil spilling á Íslandi segir í fréttinni,en af hverju erum við á niðurleið?Er það Grímseyjarferjan sem lækkar okkur,hlýtur það dæmi ekki flokkast udir spillingu?Fyrir utan öll hin "Grímseyjarferjumálin".
Meðferð Grímsyjarferjumáls er með þeim eindæmum .að mér sýnist við vera komin með gegnsætt orð þegar spilling er annars vegar,það er auðvitað Grímseyjarferjumál.
Hver matar svona fyrirtæki eins og T.I.á upplýsingum er það einhver áháður aðili ?
Eigum við yfir höfuð einhvern sem getur talist það?
Einkunnargjöfi ner falleg,en það læðist að mér grunur um prófsvik,og það var talin erkisynd þegar ég var í skóla fyrir margt löngu síðan.
![]() |
Lítil spilling á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 08:38
Hvað ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga
Mjólkursamsalan (MS) hefur hætt við að loka mjólkurmóttöku sinni á Egilsstöðum.
Ætli að hagræðingarhugmyndin hefði ekki verið látin halda sér ef Mjólka hefði ekki sýnt þessu áhuga?,MS var búin að hóta því að þeir myndu ekki afhenda bændum mjókurstöðina til þess að Mjólka gæti farið að keppa við þá,en forráðamenn hennar höfðu lýst vilja og áhuga á því að koma að þessum rekstri.
Þessi hótun virkaði ekki Mjólka ætlaði þá að koma upp sinni eigin vinnslustöð,og þá voru ("80 miljónirnar sem áttu að sparast með þessum aðgerðum")léttvægar á móti því að fá öfluga samkeppni á þetta svæði.
Þetta er dæmigert fyrir vinnubrögð stórfyrirtækja í dag,loka og fara vegna "hagræðingar",ef einhver sýnir áhga að koma í staðin þá hverfa" hagræðingarsónarmiðin" eins og dögg fyrir sólu.
Svona fyrirtæki setja dæmið upp á einfaldan hátt fyrir sig og trúa á þessa formúlu og vinna dygglega eftir henni, einokun=hagræðing
![]() |
MS hættir við að loka á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 10:57
En kunna samt ekki ensku þegar skólagöngu líkur.
Aldrei jafn margir að læra ensku í grunnskóla og nú ????
Enskunemum hefur fjölgað ár frá ári og stunduðu 29.730 grunnskólabörn enskunám skólaárið 2006-2007. Aldrei áður hafa fleiri grunnskólabörn verið að læra ensku
Er ekki alveg að skilja hvað um er að vera,hefur ekki verið athugað hvað mörg grunnskólabörn eru þá að læra íslensku,reikning eða aðrar skyldunámsgreinar.
Síðan er það kapítuli útaf fyrir sig að þegar upp er staðið og grunnskóla líkur geta þessi sömu börn kannski nýtt sér "enskuna sína" til að spyrja til vegar eða eitthvað þessháttar.
![]() |
Aldrei jafn margir að læra ensku í grunnskóla og nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 08:41
Fyrirsögnin lítilsvirðing við Apakettina
Það er ekki rétt að kenna svona "menn" við Apaketti , Apakettirnir eru með eitthvert smá heilabú en hjá svona"mönnum"er bara tómarúm þar sem heilinn ætti að vera,það er með ólíkindum hvað við Íslendingar göngum illa um landið okkar bæði hvað varðar landspjöll, og þá ekki síður þá áráttu að losa sig við sorp og hverskonar úrgang hvar sem er.
´Það er samt í þessum efnum sem öðrum, að ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð, þessum fáu umhverfissóðum sem ekkert er heilagt, og koma óorði á alla sem hafa svona tæki undir höndum,hvort sem það eru hjól,bílar eða önnur farartæki.
Þótt umgengni við náttúruna hafi að vísu lagast, má gera gott ennþá betra, til þess þarf ekki mikið annað en góðan vilja,og staldra aðeins við áður en við ökum út á ósnortin mel eða graslendi og spá í hvort þetta sé nauðsynlegt, mætti bara ekki sleppa þessu eða fara gangandi
Sönnunarbyrði þykir mjög þung í þessum málum og því er Snorri ekki sérstaklega vongóður um að hinir seku verði kallaðir til ábyrgðar, en segir engu að síður að hann treysti því að málið verði tekið alla leið í dómskerfinu.
Þetta er klausa sem ég á erfitt með að skilja,þeir voru staðnir að verki,og merkin sýna verkin,ég hélt að ef menn eru staðnir að svona athæfi ætti ekki að vera erfitt að draga þá fyrir lög og dóm.
![]() |
Apakettir á vélhjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 13:42
Hvað eru margir Samherjar á landinu??
Samherji lokar á Hjalteyri,Samherji lokar hér,Samherji lokar þar,hvað ætli maður sé búinn að sjá margar svona fyrirsagnir síðan kvótakerfið var sett á, að vísu með mismunandi fyrirtækjanöfnum,það er segin saga ef gróðinn er ekki meiri í ár en í fyrra þá er bara lokað.
Var það bara ekki á síðastliðnu ári að Samherji var að selja kvóta og ekkert heyrðist um að loka þyrfti á Hjalteyri'?,þarna fengu þeir kærkomna afsökun sem virðist vera gegnum gangandi núna hjá kvótaeigendum, loka og segja upp vegna aflasamdráttar.
Maður hélt kannski að þessi stóru fyrirtæki færu nú að hægja á sér í þessum endalausu lokunum og uppsögnum þar sem það er nú frekar neikvætt fyrir ímyndina,en nei þeim er skít sama um hana, hún skiptir sko engu máli ef meira kemur í kassan við þessar aðgerðir.
Þessi stóru fyrirtæki hafa skilið eftir sig sviðna jörð hringin í kringum landið,þannig að meirihluti þeirra sjávarplássa sem eiga allt sitt undir fiskveiðum lepja nú dauðan úr skel,þrátt fyrir margfrægar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar,sem ég botna nú ekki neitt í.
Mér sýnist að flest undir þeim hatti sé eitthvað sem stjórnvöld hefðu orðið að gera hvort sem var,svo sem vegagerð og annað í .eim dúr,svo er bara spurningin hversu margir trúa á þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir?hversu margir halda að þetta skili einhverju til sjómanna og fiskverkafólks sem eðli málsins samkvæmt missa vinnuna.
Dæmi: Bjarga fimm skristofustörf á Blönduósi atvinnu fiskverkafólks og sjómanna á Bolungarvík?
Bjargar nýr vegaspotti á vestfjörðum einhverju fyrir fiskverkafólk á því svæði?
Svona má endalaust spyrja og flest svörin hygg ég að verði á fremur neikvæðum nótum
![]() |
Samherji lokar vinnslustöð á Hjalteyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 09:30
Eru Íslendingar þjófar og svikarar???
Fimmtudagsblað Mbl 20 sept rak á fjörur mínar í morgun,þar rakst ég á grein sem vakti athygli mína, og um leið hvernig ríkið er að þróast í einhverskonar embættismannavald sem virðist óháð kjörnum ríkisstjórnum hverju sinni.
Íslendingur sem var á leið til útlanda vildi skrá myndavélina sína áður en hann færi úr landi,en eins og blm.orðaði það var honum meinað það.Við heimkomu var vélin gerð upptæk af því að hann gat ekki sýnt kvittun um að hann hefði keypt myndavélina hér á landi.Viðkomandi átti kvittun fyrir vélinni en að sjálfsögðu datt honum ekki í hug að hann þyrfti að ganga með hana upp á vasan.
Björg Valtýsdóttir deildarstjóri hjá Tollstjóraembættinu á Keflavíkurflugvelli,segir að það sé ekkert í tollalögum sem skyldi tollafgreiðslumenn í Leifsstöð að skrá verðmæta hluti úr landi,þó hefur það verið gert í tugi ára.
Sem sagt það virðist bara vera skylda vikomandi manna að taka hluti af fólki,ætli að bjálfinn sem samdi þessa reglu eigi kvittanir fyrir öllum verðmætum sem hann hugsanlega gæti eða vildi taka með sér til útlanda.
Ef við tökum myndavél sem dæmi,þá er vönduð og dýr vél lífstíðar eign,og allt eins líklegt að með tímanum geti kvittanir fyrir svona hlutum glatast vegna þess að það er nýtt á Íslandi að menn þurfi að ganga með kvittanir upp á vasan.
Maðurinn sem myndavélin var tekin af þarf síðan að hafa mikið fyrir því að fá hana aftur,hann þarf að fara suður á Völl að sækja hana þar sem Tollgæslan neitaði að senda hana í ábyrgðarpósti.
Niðurstaða mín er sú að það sé álit þeirra sem svona reglugerðir smíða,að Íslendingar séu upp til hópa þjófar og svikarar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2007 | 12:02
Skerið,enska eða íslenska
Frekar finnst mér hvimleitt þegar sumt fólk er að tala um landið sitt að þá er það í frekar lítilsvirðandi tón t.d. eins og Skerið Klakinn eða eitthvað ámóta frumlegt.
það virðist vera orðin föst málvenja hjá mörgun að tala um Skerið þegar heimalandið á í hlut ,hvað meinar fólk með því?,er það að gefa í skyn að það sé orðið svo forframað í útlöndum að heimkoman sé eins og að reka upp á sker,eða er þetta kannski bara húmor sem ég skil ekki?
Alla vega finnst mér að þeir sem eru bornir og barnsfæddir hér á landi ættu að hafa þann metnað til að bera,að tala með virðingu um landið sitt.
Nýjasta innlegg þeirra sem skammast fyrir að vera íslendingar,er þessi þvæla um að nauðsynlegt sé að taka upp ensku sem vinnumál,og jafnvel til daglegra nota almennt,ef þetta er ákveðin skoðun einhverra að svona skuli þetta vera,ættu þeir að finna sér einhvern útlendan hólma þar sem töluð er enska,og setjast þar að.ATH.Hómi er stærri en Sker
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2007 | 08:41
Til hvers?? Af hverju?
Vél skútunnar hafði bilað og var skútan færð til hafnar á Orkneyjum
en björgunarbátur fór með áhöfn skútunnar til hafnar á Orkneyjum.
Þetta er eitt dæmið um hroðvirknisleg vinnubrögð fréttamanna,það er eins og þeir lesi aldrei yfir það sem þeir eru að skrifa.
Af hverju var áhöfn skútunnar ekki bara áfram um borð þegar skútan var dregin til hafnar þar sem engin hætta var á ferðum?
![]() |
Skútan Syrenka á leið til hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)